Bingóæði rann á Njarðvíkinga – Sjáðu myndirnar!
Það er óhætt að segja að sannkallað bingóæði hafi runnið á stuðningsmenn Njarðvíkinga í körfuknattleik um hátíðirnar þegar vel á þriðja hundrað manns mættu til bingóveislu í Ljónagryfjunni.
Að sögn bingóhaldara þótti viðburðurinn takast vonum framar – reyndar svo vel að í tilkynningu frá Njarðvíkingum segir að blásið verði til stærri bingóveislu að ári og þá í stærri sal og með mun stærri vinningum.
Hér fyrir neðan má sjá myndir frá kvöldinu: