Nýjast á Local Suðurnes

Lögreglan á Suðurnesjum fær nýjar Volvo bifreiðar

Ríkiskaup hefur, í kjölfar útboðs fyrir hönd lögregluembættanna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum tekið lægsta tilboði Brimborgar um kaup á 17 nýjum Volvo lögreglubifreiðum að verðmæti yfir 200 milljónir króna.

Um er að ræða Volvo V90 Cross Country AWD sem eru búnir sérstyrktum undirvagni með sérstaklega öflugu bremsukerfi, kraftmikilli en sparneytinni 235 hestafla B5 Mild Hybrid dísil vél, fjórhjóladrifi og mjög góðri veghæð sem gerir þá framúrskarandi við þær margvíslegu aðstæður sem lögreglubílar þurfa að takast á við. Lögregluembættin á Íslandi hafa í áratugi notast við Volvo bíla í störfum sínum enda bílarnir öruggir, sterkbyggðir og mjög rúmgóðir með framúrskarandi sætum sem fer vel með bílstjóra og farþega.

V90 Cross Country bílarnir fyrir Lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum verða afhentir í þremur afhendingum, 6 bílar á þessu ári, 7 bílar árið 2021 og 4 bílar byrjun árs 2022.