Splæsum afmælisgjöf á Sigvalda – Söfnunarreikningurinn enn opinn
Sigvldi Arnar Lárusson gekk sem kunnugt er frá Reykjanesbæ alla leið á Hofsós eftir að hafa tapað veðmáli um val á íþróttamanni ársins 2014 og safnaði í leiðinni fé til styrktar Umhyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum.
Sigvaldi á afmæli í dag og óskar þess að fólk splæsi í gjöf með því að leggja inn á styrktarreikninginn sem enn er opinn, en eftirfarandi færslu setti Sigvaldi inn á facebook síðu göngunnar:
Nú fer að styttast í uppgjör og mun ég afhenda Umhyggja, félag til stuðnings langveikum börnum söfnunarféið eftir sumarfrí. Eitt langar mig til að biðja um að lokum. Þar sem ég á afmæli á morgun, 9 júlí. Splæsið afmælisgjöf á karlinn og ég mun bæta því í söfnunina – munum að margt smátt gerir eitt stórt.
Ég mun svo koma með veglegan pistil þegar ég skila af mér.
Reikningsnúmer 0142-15-382600 – Kennitala 090774-4419
Takk fyrir….
Sigvaldi
Þannig að ef menn eru ekki enn búnir að leggja inn er tækifærið núna.