Nýjast á Local Suðurnes

Ægir kíkir í heimsókn til Njarðvíkur í kvöld

Njarðvíkingar taka á móti liði Ægis í annari deildinni í knattspyrnu í kvöld. Þetta er lokaleikur fyrri umferðar og sem stendur eru Njarðvíkingar um miðja deild – Sem er það svæði sem sparkspekingar spáðu liðinu fyrir mót.

Það verður Suðunesjamaður með þeim Ægismönnum í för en Alfreð Jóhannsson kemur  úr Grindavík og spilaði áður með Njarðvík en hann þjálfar nú lið Ægis.

Leikurinn hefst klukkan 19.15 á Njarðtaksvellinum og það má búast við hörkuleik en liðin mættust tvisvar á síðustu leiktíð þar sem Njarðvíkingar töpuðu á heimavelli en unnu á útivelli. Liðin mættust svo í lengjubikarnum í vetur en þann leik unnu Njarðvíkingar 2-1.