Nýjast á Local Suðurnes

Arnór Ingvi átti flottan leik gegn Grikklandi – Skoraði og skaut í slánna

Njarðvík­ing­ur­inn Arn­ór Ingvi Trausta­son heldur áfram að gera það gott fyrir íslenska landsliðið í knattspyrnu, Arnór skoraði sitt þriðja mark í sex landsleikjum þegar hann minnkaði mun­inn eft­ir horn­spyrnu á 34. mín­útu í leik gegn Grikklandi sem fram fór í kvöld. Minnstu munaði að hon­um tæk­ist að jafna rétt und­ir lok hálfleiks­ins þegar hann átti skot í þverslá.

Íslendingar unnu leikinn 3-2 eftir að hafa lent 2-0 undir. Liðið á eft­ir að spila tvo leiki áður en flautað verður til leiks á Evr­ópu­mót­inu í Frakklandi í sum­ar. Þeir mæta Norðmönn­um í Ósló þann 1. júní og taka síðan á móti Liechten­stein á Laug­ar­dals­vell­in­um þann 6. júní.