Nýjast á Local Suðurnes

Samúel Kári meiddist á æfingu – Verður líklega frá keppni út árið

Samúel Kári - Mynd: Valerenga

Óttast er að knattspyrnumaðurinn Samúel Kári Friðjónsson hafi slitið krossband í hné og verði frá keppni út árið. Samúel Kári leikur með norska liðinu Valerenga, auk þess sem hann hefur verið fastamaður í U21 árs landsliði Íslands.

Á heimsíðu norska liðsins kemur fram að Samúel Kári hafi verið einn að æfa þegar hann meiddist, fimm mínútum fyrir lok æfingarinnar. Samúel Kári sem er tvítugur að aldri lék fjóra leiki með Keflavík í efstu deild áður en hélt til Reading árið 2013, hann gekk til liðs við Valerenga fyrir rétt um mánuði síðan.