Flottasta flugeldasýningin frá upphafi í kvöld

Árleg fjölskyldudagsflugeldasýning björgunarsveitarinnar Skyggnis verður á sínum stað í Vogum í kvöld, klukkan 23:00, þrátt fyrir að hátíðinni sem slíkri hafi verið aflýst.
Í tilkynningu frá sveitinni segir að búast megi við að sýningin í ár verði sú besta hingað til og erum meðlimir sveitarinnar gífurlega spennt að fá að sýna afrakstur undanfarinna daga!
Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að ýmsar takmarkanir séu í gangi vegna Covid 19 sem öllum ætti að vera kunnugt um.
Fólk er því hvatt til að hafa það í huga að við erum öll almannavarnir, virðum 2 metra regluna og pössum uppá sóttvarnir.