Nýjast á Local Suðurnes

Ótækt að vegum sé lokað vegna hjólreiðakeppni

Bæjarráð Grindavíkur telur að ótækt sé að vegum út frá Grindavík verði lokað vegna keppni í hjólreiðum sem fyrirhuguð er þann 5. september næstkomandi.

Vegagerðin hefur veitt heimild fyrir lokunum á Krýsuvíkurvegi við suðurenda Kleifarvatns, frá kl. 11:00 til 12:30 og Suðurstrandarvegi til austurs við Grindavík frá kl. 9:00 – 13:00, laugardaginn 5. september næstkomandi.

Hjólreiðadeild UMFG, Víkings og hjólreiðafélagið Bjartur óskuðu eftir leyfi til að halda keppnina á götum innan Grindavíkur auk fyrrnefndra vega sem eru á forræði Vegagerðarinnar. Bæjarráð gerði athugasemdir við lokanir á leiðum til og frá Grindavík, en að öðru leyti gerir bæjarráð ekki athugasemd við að keppnin verði haldin.