Nýjast á Local Suðurnes

Suðurnesjaliðin gegn Akureyraliðunum í kvöld

Suðurnesjaliðin í Inkasso-deildinni í knattspyrnu, Keflavík og Grindavík eiga mikilvæga leiki fyrir höndum í kvöld, en liðin leika gegn Akureyraliðum KA og Þórs, Keflavík á útivelli gegn Þórsurum en Grindvíkingar á heimavelli gegn KA-mönnum.

Það má búast við hörkuleik þegar Grindvíkingar fá topplið Inkasso-deildarinnar, KA í heimsókn í Grindavík í kvöld, en Grindvíkingar eru í þriðja sæti, fimm stigum á eftir KA-mönnum. Þórsarar frá Akureyri taka á móti Keflvíkingum sem eru í fimmta sæti deidarinnar, með 14 stig, en norðanmenn eru í öðru sæti deildarinnar með 19 stig.