60 marka Hollendingur til Grindavíkur
Grindavík hefur gert eins árs samning við hollenska framherjann, Patrick N‘Koyi og serbneska kantmanninn og framherjann Vladimir Tufegdzic.
Patrick er 29 ára og kemur frá liðinu TOP Oss sem er að spila í hollensku 1. deildinni. Undanfarin ár var Patrick á mála hjá Fortuna Sittard, FC Eindhoven, Rapid Bucharest og Dundee United. Hann hefur spilað yfir 200 leiki samtals með þessum liðum og skorað 60 mörk.
Vladimir er 27 ára og kemur frá KA. Á árunum 2016-2018 hefur hann leikið með Víkingi Reykjavík og KA í efstu deild, leikið 68 leiki í heildina og gert í þeim 18 mörk.