Nýjast á Local Suðurnes

Suðurnesjafyrirtæki fá styrki til vaxtar

Stjórn Tækniþróunarsjóðs samþykkti á dögunum að bjóða fulltrúum 21 fyrirtækis til samninga um fyrirtækjastyrkina Sproti, Vöxtur og Markaðsstyrkur. Tvö fyrirtæki sem staðsett eru á Suðurnesjum hlutu styrk til vaxtar að þessu sinni.

Netöryggisfyrirtækið AwareGO, sem staðsett er á Ásbrú fær styrk vegna kennslukerfis fyrir gagnaöryggisfræðslu og fyrirtækið ORF líftækni sem hefur starfsstöð í Grindavík hlýtur styrk vegna framleiðslu og markaðssetningar sætupróteina.