Bólusettur leikmaður Grindavíkur greindist smitaður af kórónuveirunni
Leikmaður karlaliðs Grindavíkur í knattspyrnu hefur greinst smitaður af kórónuveirunni. Hann er einkennalaus og kominn í einangrun, en ekki þótti ástæða til að senda aðra leikmenn liðsins í sóttkví.
Frá þessu var greint á Facebook-síðu félagsins í morgun, en þar kemur fram að viðkomandi leikmaður hafi verið bólusettur, en það á reyndar við um alla leikmenn liðsins, segir í Facebook-færslunni.