Nýjast á Local Suðurnes

Gera ráð fyrir að farþegum fækki á Keflavíkurflugvelli

Forsvarsmenn Isavia eiga vona á að um milljón færri farþegar muni fara um Keflavíkurflugvöll í ár heldur en í fyrra. Þetta kom fram á morgunfundi Isavia sem nú stendur yfir á Nordica.

Í fyrra fóru alls 9,8 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll en farþegaspáin í ár gerir ráð fyrir að farþegarnir verði um 8,9 milljónir.

Samkvæmt spánni er gert ráð fyrir því að farþegar sem fara um flugvöllinn til þess að skipta um flug verði áfram stærsti farþegahópurinn, eða um 3,1 milljón.