Nýjast á Local Suðurnes

Gul veðurviðvörun á fimmtudag

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið og Faxaflóa fyrir morgundaginn, 5. nóvember. Lögregla og björgunarsveitir benda fólki á að ganga frá lausum munum.

Spáð er Suðvestan 18-23 m/s og snörpum vindhviðum. Varasamar aðstæður geta myndast fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Fólki er bent á að tryggja lausamuni til að fyrirbyggja foktjón.