Nýjast á Local Suðurnes

Þjálfarinn rekinn frá Njarðvík

Njarðvíkingar hafa sagt upp samningi við þjálfara meistaraflokks karla í knattspyrnu, Mikael Nikulásson. Mikael hafði stjórnað liðinu í eitt tímabil og endaði liðið í fjórða sæti eftir að mótið var blásið af.

Frá þessu er greint á vef fotbolti.net, en þar kemur fram að von sé á tilkynningu frá félaginu í dag. Þjálfarinn fyrrverandi hefur þó tjáð sig um málið í hlaðvarpsþættinum Dr. Football, hvar hann segist afar ósáttur við ákvörðun Njarðvíkinga, enda árangur liðsins góður, að hans mati.

Liðið endaði sem fyrr segir í fjórða sæti 2. deildarinnar með 60% sigurhlutfall og átti tölfræðilega möguleika á sæti í fyrstu deild þegar mótið var blásið af.