Nýjast á Local Suðurnes

Fyrrum leikmaður Liverpool til Keflavíkur

Knatt­spyrnu­deild Kefla­vík­ur hef­ur gengið frá samn­ingi við Marley Bla­ir. Bla­ir, sem er 21. árs gamall ensk­ur leikmaður, get­ur spilað flest­ar stöður framar­lega á vell­in­um.

Bla­ir lék með ung­lingaliðum Li­verpool og Burnley á sín­um tíma, en lék ekki með aðalliðum fé­lag­anna. Hann hef­ur verið án fé­lags síðan samn­ing­ur hans við Burnley rann út í júlí á síðasta ári, segir í tilkynningu. 

Kefla­vík leik­ur í efstu deild á kom­andi tíma­bili en liðið var í efsta sæti 1. deild­ar­inn­ar þegar síðasta tíma­bil var blásið af.