Nýjast á Local Suðurnes

Mikið álag á bráðamóttöku

Mikið álag er um þessar mundir á bráðamóttöku HSS og er biðlað til fólks að leita frekar til heilsugæslunnar vegna almennra veikinda.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni, sem sjá má í heild hér fyrir neðan:

Tilkynning frá bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja-

Álag á bráðamóttökuna er mikið um þessar mundir og viljum við biðla til fólks að leita frekar til heilsugæslunnar vegna almennra veikinda og langvinnra vandamála án bráðrar versnunar.

Biðtími eftir þjónustu á bráðamóttöku er langur og er erindum sem þangað koma forgangsraðað eftir bráðleika.

Það er því rík ástæða fyr­ir fólk sem er ekki í bráðri hættu að hringja fyrst í 1700 eða leita upp­lýs­inga á net­spjalli Heilsu­veru áður en leitað er á bráðamóttökuna.

Ef um neyðartilfelli er að ræða, hringið í síma 112.

Kær kveðja starfsfólk bráðamóttökunnar