Nýjast á Local Suðurnes

Samkeppni um skólasöng Akurskóla

Akurskóli efnir til samkeppni um skólasöng í tilefni af 10 ára afmæli skólans. Lagið verður frumflutt á afmæli skólans 9. nóvember 2015.

Lagið þarf að vera í þægilegri söngtóntegund og textinn þarf að einhverjum hluta að passa einkennisorðum skólans.

Einkennisorð skólans eru: Börn eru gleðigjafar, skapandi og fróðleiksfús.

Tillögum skal skilað rafrænt á geisladiski eða gagnalykli. Tillögur þurfa að vera merktar með dulnefni eða númeri og þeim skal fylgja seðill með nafni í lokuðu umslagi. Umslagið skal merkt sama dulnefni eða númeri og tillagan.

Veitt verða verðlaun að upphæð 50 þúsund krónur fyrir það lag sem verður valið.

Í dómnefnd verða 5 aðilar; fulltrúi starfsmanna, fulltrúi nemenda og fulltrúi foreldra nemenda í Akurskóla, skólastjóri og fagaðili.

Skilafrestur er til 1.október 2015.

Nánari upplýsingar veitir skólastjóri Akurskóla, Sigurbjörg Róbertsdóttir í síma 4204550. Netfang; sigurbjorg.robertsdottir (hjá) akurskoli.is

Tillögum skal skilað til skólastjóra Akurskóla.

Heimilisfang:

Skólastjóri Akurskóla
Tjarnarbraut 5
260 Reykjanesbæ