Nýjast á Local Suðurnes

Færanlegar kennslustofur á malarvöllinn

Settar verða upp færanlegar kennslustofur á malarvöllinn við Hringbraut til að bregðast við þeirri neyð sem er í húsnæðismálum grunnskólanna Myllubakka- og Holtaskóla.

Gert er ráð fyrir að húsnæðið verði fjarlægt þegar uppbyggingu skólanna er lokið eða eftir að hámarki þrjú ár. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti þessa ráðstöfun, sem kynna skal fyrir næstu nágrönnum.