Nýjast á Local Suðurnes

Höfðar til samvisku kaupanda í útburðarmáli og býðst til að hefja söfnun

Miklar umræður hafa skapast á samfélagsmiðlum í kjölfar úrskurðar sýslumanns um að bera eigi ungan öryrkja í Reykjanesbæ úr einbýlishúsi sínu næstkomandi föstudag vegna vanskila, meðal annars á á fasteigna- og veitugjöldum. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum er harðlega gagnrýndur fyrir sinn hlut í málinu.

Einn af þeim sem lagt hefur sitt af mörkum til umræðunnar er Gaui M. Þorsteinsson, en hann skorar á kaupanda að skila eigninni aftur til fyrri eiganda og býðst til að setja af stað söfnun til að greiða viðkomandi kaupverðið til baka.

Færsla Gaua í heild:

Ég veit ekki hvort útgerðarmaðurinn sem keypti eign öryrkjans í Keflavík les þetta eða ekki. En ef einhver þekkir til hans viltu koma því til hans að ég skora á hann að afhenda eignina aftur til öryrkjans og ég mun safna fjármagni til að borga honum það sem hann fékk eignina á. Þessi maður keypti eignina löglega og ekkert við hann að sakast, en ég biðla til samfélagslegrar skyldu hans að standa með þeim sem minna mega sín.