Nýjast á Local Suðurnes

UPS og Airport Associates styrkja kvennaboltann

UPS og Airport Associates undirrituðu á dögunum samkomulag við knattspyrnudeild Keflavíkur. Fyrirtækin tvö, sem hafa starfsstöðvar a Keflavíkurflugvelli leggja áherslu á að styðja við uppbyggingu kvenna knattspyrnunnar í Keflavík.

Á myndinni eru Benedikta Benediktsdóttir formaður kvennaráðs knattspyrnudeildar Keflavíkur og Sigþór Skúlason að skrifa undir og handsala samninginn.