Nýjast á Local Suðurnes

Helgi Seljan um málaferli gegn Atla Má: “Skömm að þessu helvíti.”

Blaðamaðurinn Atli Már Gylfason stendur í ströngu þessa dagana, en eins og Suðurnes.net greindi frá í gær verður skaðabótamál á hendur honum tekið fyrir í Héraðsdómi á næstu dögum, Málið er vegna skrifa Atla Más um hvarf Íslendings í Suður-Ameríku.

Atli greindi sem kunnugt er frá þessu á Facebook og hafa fjölmargir ritað ummæli við færsluna, þar á meðal þekktir menn úr blaðamannastétt, sem flestir lýsa yfir stuðningi við Atla Má, þeirra á meðal er sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan, en ummæli hans eru stutt og skorinort; “Skömm að þessu helvíti.” Þá senda blaðamennirnir Kristinn Hrafnsson, nýráðinn ritstjóri DV, Bergljót Davíðsdóttir og Brynjólfur Þór Guðmundsson, fréttamaður á RÚV, auk fjölda annara Atla Má baráttukveðjur.

Færslu Atla Más og ummælin við hana má finna hér fyrir neðan: