Nýjast á Local Suðurnes

Erlendum gestum fjölgaði hlutfallslega mest í Duus safnahúsum

Rekstur Duus safnahúsa var með hefðbundnu sniði á þrettánda starfsárinu. 17 nýjar sýningar voru opnaðar á árinu, móttaka innlendra og erlendra gesta jókst með lengri opnunartíma og  tónleikar, fundahöld og ýmsar menningaruppákomur voru haldnar.

Sú nýbreytni kom til framkvæmda að í Bryggjuhúsinu var opnuð Upplýsingamiðstöð ferðamála í samstarfi við Markaðsstofu Reykjaness. Gestir í Duus safnahúsum voru á árinu 2015 40.397 og hafði þeim fjölgað um rúmlega 2.000. Erlendum gestum fjölgaði hlutfallslega mest en þeim fjölgaði um 100% úr 4.041 í 8.107.