Nýjast á Local Suðurnes

Hugbúnaðar- og gagnavörslufyrirtæki á Ásbrú rambar á barmi gjaldþrots

Gagnageymsla Azazo á Ásbrú

Hugbúnaðarfyrirtækið Azazo rambar á barmi gjaldþrots og hafa eignir þess hafa verið kyrrsettar að beiðni fyrrverandi forstjóra og stofnanda fyrirtækisins sem hefur stefnt félaginu fyrir dómstóla eftir að ráðningarsamningi hennar var rift í kjölfar mikilla deilna á milli hennar og stjórnarmanna.

Frá þessu er greint á Vísi.is, en í úttekt miðilsins segir að fyrirtækið hafi verið rekið með 633 milljóna króna tapi í fyrra en hagnaðist um 221 milljón árið 2015. Tapið í fyrra má að mestu leyti rekja til samdráttar í tekjum, hækkunar launa- og annars rekstrarkostnaðar, en aðallega þess að óefnislegar eignir rýrnuðu í virði um 565 milljónir.

Azazo hóf starfsemi sína í Reykjanesbæ og rekur enn Gagnavörsluna í sveitarélaginu, en hún er til húsa í 4.500 fermetra húsnæði á Ásbrú og sérhæfir sig í meðhöndlun og varðveislu gagna.

Fyrr á árinu komst fyrirtækið á lista Fin­ancial Times yfir þau eitt þúsund fyr­ir­tæki sem vaxa hraðast í Evr­ópu.