Nýjast á Local Suðurnes

Stærsti skjálfti ársins mældist í morgun

Mæl­ing­ar Veður­stof­unn­ar sýna að jarðskjálft­i 3,2 að stærð mældist við Kleifarvatn um klukk­an 9.30 í morgun. Tilkynningar hafa borist um að íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafi fundið fyrir skjálftanum.

Reyn­ist mæl­ing­arn­ar rétt­ar er um að ræða stærsta skjálft­ann sem orðið hef­ur á Reykja­nesskaga það sem af er ári, segir í frétt mbl.is.

Að minnsta kosti tíu smærri skjálft­ar hafa mælst á svæðinu í kjöl­farið.