Nýjast á Local Suðurnes

Friðrik Ingi aftur í Njarðvíkurnar

Körfuknatt­leiks­deild Njarðvík­ur til­kynnti nú und­ir kvöld að Friðrik Ingi Rúnarsson hafi verið ráðinn aðstoðarþjálf­ari hjá meist­ara­flokki karla í Njarðvík.

Ein­ar Árni Jó­hanns­son stýr­ir liðinu en mun nú hafa bæði Friðrik og Hall­dór Karls­son sér til aðstoðar.

„Stjórn Körfuknatt­leiks­deild­ar Njarðvík­ur fagn­ar því vel og inni­lega að end­ur­heimta í fé­lagið einn af sín­um dáðustu son­um í Friðriki Inga en það þarf ekki að fjöl­yrða um hæfni hans á þjálf­ara­stól. Vertu vel­kom­inn aft­ur til starfa fé­lagi. Ásamt því að ger­ast aðstoðarþjálf­ari þá mun Friðrik einnig taka að sér þjálf­un drengja- og ung­linga­flokks í Njarðtaks­gryfj­unni,“ seg­ir meðal ann­ars í til­kynn­ingu frá Njarðvík.

Friðrik gerði Njarðvík tví­veg­is að Íslands­meist­ur­um, tímsbilin 1991 og 1998. Hann stjórnaði Grindvíkingum til sigurs í deildinni árið 1996. Hann þjálfaði Þór Þor­láks­höfn á síðasta tímabili.