Nýjast á Local Suðurnes

Daníel aðstoðar konur og karla í Grindavík

Daníel Guðni Guðmundsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari bæði meistaraflokks kvenna og karla hjá Grindavík í körfunni. Þá mun hann einnig koma að þjálfun yngri flokka hjá félaginu. Frá þessu er greint á Karfan.is.

Daníel hefur þjálfað meistaraflokk karla hjá Njarðvík undanfarin ár, en samstarfið þar gekk ekki upp eftir að liðið tapaði einvígi gegn Íslandsmeisturum KR, 3-0, í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar.