Nýjast á Local Suðurnes

Langveik börn heimsóttu bandaríska flugsveit – Kynntu sér orrustuþotu og búnað hermanna

Sendiráð Bandaríkjanna, í samstarfi við flugsveit bandaríska flughersins, bauð fyrr í þessum mánuði langveikum börnum sem dvalið hafa á Barnaspítala Hringsins  í heimsókn á öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli.

Börnin fengu að eyða deginum með bandarísku flugsveitinni og vera „flugmaður í einn dag“. Á meðal þess sem þeim gafst kostur á að gera var að setjast í flugmannssæti F-15 orrustuþotu og KC-135 eldsneytisflugvélar og prófa nætursjónauka, hjálma, fatnað og annan búnað.

Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni, sem vann með flugsveitinn að verkefninu segir að viðburðurinn hafi heppnast prýðilega og að allir hafi skemmt sér vel, bæði ungir og aldnir.