Nýjast á Local Suðurnes

Róbert Örn leikur með Víði Garði næsta sumar

Róbert Örn Ólafsson hefur skrifað undir samning um að leika með Víði Garði næsta sumar í 3. deildinni.

Róbert  hefur leikið 68 leiki fyrir meistaraflokk Víðis en lék með liði Njarðvíkur í 2. deildinni á síðasta tímabili en þar lék hann alla 24 leiki liðisins í bikar og deild.

“Við bjóðum Róbert velkominn aftur og erum virkilega ánægð með að Róbert hafi ákveðið að snúa aftur til heimahagana.” Segir á Facebook-síðu Víðismanna.