Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkingar bæta við sig markaskorara

Njarðvíkingar halda áfram að styrkja leikmannahópinn fyrir átökin í 2. deildinni í knattspyrnu, en liðið tilkynnti í dag um enn einn leikmann sem hefur bætist við leikmannahópinn en það er Fjalar Örn Sigurðsson sem skiptir yfir til Njarðvíkur frá Kára á Akranesi. Fjalar Örn er 22 ára Skagmaður sem er við nám í flugvirkjun hjá Keili og búsettur hér í bæ.

Fjalar Örn er markaskorari af Guðs náðn en kappinn á að baki alls 28 leiki og hefur skorað í þeim 15 mörk með ÍA, Selfoss og Kára í Íslandsmótum og bikarkeppni.

Á myndinni er Fjalar Örn ásamt  Snorra Má Jónssyni  aðstoðarþjálfara Njarðvíkinga.