Ray Anthony Jónsson þjálfar Grindavík
Kvennaráð knattspyrnudeildar UMFG skrifaði fyrir helgi undir tvegga ára samning við Grindvíkinginn Ray Anthony Jónsson. Ray mun þjálfa kvennalið Grindavíkur í Pepsi-deildinni að ári og honum til aðstoðar verður Nihad Hasecic. Ray lék um árabil með Grindvíkingum og um tíma lék hann með liði frá Manila á Filipseyjum, en hefur undanfarin tvö ár þjálfað 4. deildarlið GG.
Nihad Hasecic var aðstoðarþjálfari Grindvíkinga á liðnu tímabili en þjálfaði áður bæði kvenna og karlalið Sindra, auk þess sem hann hefur þjálfað yngri flokka bæði hjá Sindra og Grindavík.