Nýjast á Local Suðurnes

Engin rigning að ráði og hlýjast sunnanlands um helgina

Hvergi ætti að rigna að ráði um helg­ina. Hiti verður á bil­inu 7 til 16 stig á landinu yfir dag­inn, hlýj­ast suðvest­an til.

Á laug­ar­dag verður hiti 8 til 14 stig og nokkuð jafn á öllu land­inu. Á Norður- og Vest­ur­landi verður bjart fyrri part­inn og ætti að sjást vel til sól­ar, en skýjaðra fyr­ir suðaust­an. Ein­hverj­ar skúr­ir gæti gert víða síðdeg­is.

Á sunnu­dag snýr síðan í norðanátt. Spáð er þurru og björtu veðri um mest allt land, hlýj­ast sunn­an­lands.