Engin rigning að ráði og hlýjast sunnanlands um helgina

Hvergi ætti að rigna að ráði um helgina. Hiti verður á bilinu 7 til 16 stig á landinu yfir daginn, hlýjast suðvestan til.
Á laugardag verður hiti 8 til 14 stig og nokkuð jafn á öllu landinu. Á Norður- og Vesturlandi verður bjart fyrri partinn og ætti að sjást vel til sólar, en skýjaðra fyrir suðaustan. Einhverjar skúrir gæti gert víða síðdegis.
Á sunnudag snýr síðan í norðanátt. Spáð er þurru og björtu veðri um mest allt land, hlýjast sunnanlands.