Nýjast á Local Suðurnes

Spá stormi víða um land

Mynd: Björgunarsveitin Þorbjörn

Veðurstofan spáir vax­andi suðaustanátt í fyrra­málið, fyrst suðvest­an til, víða 20-28 m/​s síðdeg­is. Snjó­koma eða slydda og síðar rign­ing og tals­verð eða mik­il rign­ing suðaust­an til. Hlýn­ar í veðri. Snýst í minnk­andi sunn­an- og suðvestanátt og minnk­andi úr­koma annað kvöld, fyrst suðvest­an til. Hiti 2 til 7 stig.

Veðurfræðingur á vakt segir meðal annars í hugleiðingum sínum:  „Í fyrra­málið hvess­ir mjög af suðaustri og hlýn­ar hratt, en engu að síður verður úr­kom­an snjó­koma eða slydda fram­an af degi en síðar rign­ing. Suðaust­an­storm­ur eða rok víða um land seinnipart­inn og ekk­ert ferðaveður.”