Nýjast á Local Suðurnes

Spá Suðaustan hvassviðri eða stormi

Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir Suðaustan 15-23 m/s og snjókomu á Suðurlandi frá klukkan eitt í nótt, en slyddu eða rigningu við sjávarmál. Gul veðurviðvörun er í gildi vegna þessa meðal annars á Suðurnesjum.

Búast má við skafrenningi á heiðum með lélegu skyggni og versnandi aktursskilyrðum, til að mynda á Hellisheiði.