Nýjast á Local Suðurnes

Bílvelta á Reykjanesbraut

Bíll valt á Reykja­nes­braut við Kúa­gerði um klukkan fjögur í dag. Ekki er vitað hvort einhver slys hafi orðið á fólki, né hversu margir voru í bílnum. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um sem mbl.is hefur frá lög­reglu eru bíl­ar á leið á vett­vang.

Uppfært kl. 17:10:

Ökumaðurinn var einn í bílnum og hafði hann komist út úr honum af sjálfsdáðum áður en sjúkralið kom á vettvang. Slökkvilið mun sinna hreinsun á vettvangi.