Nýjast á Local Suðurnes

Ágúst vann gull á Moldova-Open

Suðurnesjamennirnir Krist­mund­ur Gísla­son og Ágúst Krist­inn Eðvarðsson kepptu á Moldova Open-mót­inu í taekwondo um helgina. Moldova Open er svo­kallað G-mót en á þeim er hægt að vinna sér inn stig til að kom­ast á Ólymp­íu­leik­ana.

Ágúst Krist­inn keppti í ung­linga­flokki á laug­ar­deg­in­um. Hann gerði sér lítið fyr­ir og vann sinn flokk ör­ugg­lega og vann til gull­verðlauna.

Krist­mund­ur keppti svo í full­orðins­flokki á sunn­deg­in­um. Krist­mund­ur var í hörku­bar­daga við serbnesk­an landsliðsmann og lenti í því óláni að meiðast í bar­dag­an­um. Hann komst því ekki áfram í þess­um sterka flokki.