Ágúst vann gull á Moldova-Open
Suðurnesjamennirnir Kristmundur Gíslason og Ágúst Kristinn Eðvarðsson kepptu á Moldova Open-mótinu í taekwondo um helgina. Moldova Open er svokallað G-mót en á þeim er hægt að vinna sér inn stig til að komast á Ólympíuleikana.
Ágúst Kristinn keppti í unglingaflokki á laugardeginum. Hann gerði sér lítið fyrir og vann sinn flokk örugglega og vann til gullverðlauna.
Kristmundur keppti svo í fullorðinsflokki á sunndeginum. Kristmundur var í hörkubardaga við serbneskan landsliðsmann og lenti í því óláni að meiðast í bardaganum. Hann komst því ekki áfram í þessum sterka flokki.