Nýjast á Local Suðurnes

Stefnt að því að hleypa fólki að gosinu

Stefnt er að því að út­búa aðstöðu fyr­ir þá sem vilja skoða eld­gos í Sund­hnúkagígs­röð á næstunni. Líklegast er að opnað verði fyrir aðgang að svæðinu nærri Svartsengi.

Samkvæmt frétt á vef mbl.is er unnið að samn­ing­um við land­eig­end­ur og ef af þeim verður hyggst starfs­hóp­ur­ á vegum Ferðamáladtofu út­búa bíla­stæði fyr­ir þá sem vilja bera gosið aug­um. Gest­ir verða rukkaðir fyr­ir aðgengi að bíla­stæðinu.

Nákvæm staðsetning verður ekki gefin upp strax af öryggisástæðum.