Nýjast á Local Suðurnes

Eiga í samskiptum við FBI vegna rannsóknar á sprengjuhótun

Rannsókn stend­ur enn yfir á atviki sem kom upp á Keflavíkurflugvelli þegar fraktflugvél á vegum UPS á leið frá Þýskalandi til Bandaríkjanna lenti á flugvellinum vegna sprengjuhótunar stendur enn yfir.

Rannsóknner í hönd­um tækni­deild­ar lög­reglu, sem er í sam­skipt­um við FBI í Bandaríkjunum vegna málsins, samkvæmt því sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir í samtali við mbl.is, sem fjallar um málið.

Eng­in sprengja fannst við leit í vél­inni, en þar fannst aft­ur á móti pakki með flug­eld­um, eft­ir­lík­ingu af skot­vopn­um og flask­a með óþekktum vökv­a. Allt hlut­ir sem ekki eiga að vera um borð í flug­vél­um.

„Rann­sókn­in stend­ur yfir og hún er í hönd­um tækni­deild­ar lög­reglu. Síðan erum við í sam­skipt­um í FBI og veit­um þeim upp­lýs­ing­ar ef þess þarf,“ seg­ir lögreglustjórinn um stöðu rann­sókn­ar­inn­ar.