Nýjast á Local Suðurnes

Gerðu þitt eigið majónes – Einfalt og fljótlegt

Það er fátt skemmtilegra en að sýna fjölskyldu og vinum hvað maður er góður í eldhúsinu og að kunna að útbúa heimagert majónes er tilvalin leið til að sýna hæfni sína, þar sem um leið opnast nýr heimur í því að gera kaldar sósur eða ídýfur. Þar fyrir utan bragðast heimagert majónes mun betur en verksmiðjuframleitt.

Hráefnið sem þarf í majónesið:

2 eggjarauður
1 egg
1 Sítróna
1 tsk Djion sinnep
1/2 tsk salt
Smá hvítur pipar
2 bollar ólífuolía

Best er að laga majónesið í matvinnsluvél eða nota blandara.

Setjið eggjarauðurnar, eggið, sinnepið, salt og pipar í matvinnsluvél, kreistið safann úr sítrónunni útí og hrærið saman þangað til að það verður kremkennt. Látið síðan matvinnsluvélina ganga rólega áfram og hellið olíunni út í, mjög hægt og rólega, mikilvægt er að láta matvinnsluvélina ganga allan tímann.
Þegar öll olían er komin út í, á að stöðava matvinnsluvélina og fínt er að smakka majónesið til og finna út hvort þykktin sé rétt. Ef majónesið er of þykkt er gott að kreista nokkra dropa úr sírónunni útí í viðbót eða nota örlítið af heitu vatni.

Svo er auðvitað bara að prófa sig áfram í köldu sósunum eða ídýfunum með því að krydda majónesið eftir smekk.