Nýjast á Local Suðurnes

900 númerin loka á morgun – En Sigvaldi safnar áfram fyrir Umhyggju

Nú fer hver að verða síðastur að styrkja Umhyggjugöngu Sigvalda Arnars Lárussonar í gegnum styrktarnúmerin 901-5010 fyrir 1.000 kr., 901-5020 fyrir 2.000 kr. og 901-5030 fyrir 3.000 kr. en númerunum lokar á morgun 1. júlí.

umhyggjuganga2

Sigvaldi var ekki sektaður fyrir of hraða göngu, en hann fékk aftur á móti aðstoð frá samstarfsmönnum sínum í lögreglunni

 

Sigvaldi er þó hvergi nærri hættur að safna fyrir félagið því enn verður hægt að leggja inn á bankareikning verkefnisins  0142-15-382600, kt. 090774-4419.

Sigvaldi sagðist í samtali við LS ekki vilja gefa upp hversu mikið hefur safnast fyrr en söfnuninni lyki um miðjan ágúst: “Ég er mjög sáttur með hvernig söfnunin hefur gengið en myndi alveg þyggja meira, enda þarft málefni,” sagði Sigvaldi.

Við hvetjum alla sem eiga eftir að leggja söfnuninni lið að gera það, annað hvort með því að nota 900 númerin í dag eða þá að leggja beint inn á reikning söfnunarinnar.