Nýjast á Local Suðurnes

Lögregla kannar hvort gos sé hafið

Lögreglan á Suðurnesjum er nú á leið frá Keflavík til Grindavíkur til að meta hvort gos sé hafið við Grindavík.

Þetta hefur visir.is eftir starfsfólki Veðurstofu Íslands. Margar myndir og myndbönd hafa verið birt á samfélagsmiðlum sem gefa sterklega til kynna að gos sé hafið. Myndin sem fylgir var send á sudurnes.net af vegfaranda.