Ragnheiður Sara keppir í London – “Forréttindi á fá Söru til London”
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir mun taka þátt í sterku crossfit-móti í London dagana 23. og 24. febrúar næstkomandi. Sterkir keppendur munu taka þátt í mótinu, meðal annars Jamie Greene, Þurí Helgadóttir og Jessica Griffith.
Skipuleggjendur mótsins eru hæstánægðir með að fá Ragnheiði Söru til keppni á mótinu, “Við erum ánægð með að fá Söru til London,” Segir skipuleggjandinn, Ollie Mansbridge, “Hún er í fanta formi og alltaf með bros á vör. Hún má eiga von á frábærum móttökum.”
Ragnheiður Sara á enn eftir að tryggja sér farseðilinn á Heimsleikana í crossfit, sem fram fara í Bandaríkjunum í sumar, en hún hefur endað í þriðja sæti í þeim tveimur mótum sem gegfa þátttökurétt á Heimsleikana.