Nýjast á Local Suðurnes

Umferð að aukast við gosstöðvarnar – Loka fyrir bílaumferð

Björgunarsveitin Þorbjörn hefur sett upp lokanir fyrir alla bílaumferð á nokkrum stöðum umhverfis gosstöðvarnar í Geldingadölum. Hópar björgunarsveitarfólks eru á leið upp að gosinu og til þess að meta þar aðstæður. Þá verða teknar ákvarðanir um hvort rýma eigi svæðið.

Lögreglan á Suðurnesjum ræður fólki frá því að leggja leið sína á svæðið. Verið sé að meta aðstæður, sérstaklega með tilliti til vinbdáttar og mögulegrar gasmengunnar. Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður í Grindavík, segir umferð á svæðinu vera að aukast, í samtali við fréttastofu RÚV.