Nýjast á Local Suðurnes

Fékk á sjötta hundrað símtöl eftir að hitaveita brast

það má segja að Benni pípari hafi haft í nægu að snúast undanfarna sólarhringa, eða frá því að hitaveitukerfi á Suðurnesjum varð óvirkt. Nær allur mannskapur fyrirtækisins hefur unnið nótt við dag við að reyna að að halda pípulögnum Suðurnesjafólks í lagi.

Greint er frá því á Facebook-síðu fyrirtækisins að mikið álag hafi verið undanfarna daga, þannig hafi vel á þriðja hundrað verkbeiðnir borist í gegnum vef fyrirtækisins og á sjötta hundrað símtöl hafi borist.

Facebook-færsluna má sjá hér fyrir neðan:

Nú á „bara” eftir að þrífa og ganga frá tækjum og búnaði eftir allan þennan hasar undanfarna daga. Við höfum verið með nánast allan okkar mannskap í vinnu alla þessa daga langt fram á kvöld, eða frá því að hitaveita brast.

Helstu verkefni hafa verið að reyna að bjarga snjóbræðslukerfum frá frost og hefur það gengið eftir að mestu leyti þó ekki hafi náðst að bjarga öllum kerfum.

Held að þessi atburður ætti að ýta undir endurskoðun á nauðsynlegum búnaði fyrir hitakerfi og snjóbræðslukerfi, einnig þarf að hugsa útí möguleika á vara hitakerfi sem auðvelt væri á setja í gang þegar og ef hitaveita brestur aftur. Verkbeiðnir sem okkur hafa borist inná vefsíðu fyrirtækis www.bennipipari.is telja á þriðja hundrað svo ekki sé talað um öll símtölin sem eru vel yfir 500 talsins.