Borgaraleg handtaka í Reykjanesbæ

Karlmaður á þrítugsaldri var staðinn að verki þegar hann var búinn að stinga kjötlæri ofan í tösku sína í Bónus um helgina án þess að greiða fyrir það. Borgarar og starfsmenn héldu honum þar til lögregla kom á vettvang, og má því segja að um borgaralega handtöku hafi verið að ræða. Maðurinn lét svo ófriðlega í framhaldinu að færa þurfti hann á lögreglustöð.
Þá var piltur einnig staðinn að verki þar sem hann tók varning úr verslun í Sandgerði án þess að greiða fyrir hann.