Nýjast á Local Suðurnes

Palli á skralli endaði einn í sóttkví – Sjáðu myndböndin!

Það er ýmislegt hægt að taka sér fyrir hendur þegar menn neyðast til að dvelja einir í sóttkví í hálfan mánuð og hann Páll Garðarsson, eða Palli á skralli, lét sér ekki leiðast, eða öllu heldur, hann lét okkur hinum ekki leiðast á meðan hann dvaldi einn í skúrnum.

Páll tók sig til og ákvað að kynna okkur hinum fyrir einni gin-tegund á dag auk þess að segja okkur eitt og annað um þennan merka drykk. Að sögn Palla eru til á sjötta þúsund tegundir af gini en hann ætlar þó einungis að taka fjórtán til kynningar.

Hér fyrir neðan má sjá þrjú flott myndbönd sem Palli á skralli hefur skellt á Fésbókina og leyfði okkur góðfúslega að birta, en allar gin-kynningarnar má finna á Facebook.