Nýjast á Local Suðurnes

Fríhöfnin segir ekki upp fólki

Mynd: Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli

Ekki verður ráðist í uppsagnir hjá Fríhöfninni að svo stöddu. Frá þessu segir í tilkynningu sem Isavia sendi frá sér í kjölfar þess að félagið sagði upp rúmlega hundrað manns í morgun.

Fríhöfnin ætlar þó að nýta úrræði stjórnvalda, sem hugsað er til að bregðast við skammtímaáhrifum faraldursins. Það gerir félaginu kleift að ráðast ekki í uppsagnir á fastráðnum starfsmönnum Fríhafnarinnar.