Nýjast á Local Suðurnes

Draga vélarvana skemmtibát að landi

Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Landsbjörg

Björg­un­ar­sveit­ir í Suður­nesja­bæ voru kallaðar út um klukk­an sex í kvöld vegna vél­ar­vana skemmti­báts sem staðsett­ur var um 200 metra utan við höfn­ina í Garði og rak að landi. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Slysa­varna­fé­lag­inu Lands­björg.

Slöngu­bát­ur björgunarsveitarinnar er kom­inn að bátn­um og er unnið að því að draga skemmti­bát­inn að að landi.