Nýjast á Local Suðurnes

Tveggja milljarða framkvæmdir flytjist varðskipin til Njarðvíkur

Landhelgisgæslan stefnir á að flytja hafnaraðstöðu sína fyrir varðskipin til Njarðvíkur eftir þrjú ár. Enn á þó eftir að ganga frá samkomulagi milli ríkisins og Reykjanesbæjar, en líklegt þykir að það gangi eftir.

Til þess að þetta gangi eftir þarf að ráðast í umfangsmiklar framkvæmdir. Byggja þarf 200 metra viðlegukant, dýpka þarf höfnina og byggja þarf 400 fermetra fjölnotahús. Verkið er hannað í samvinnu við siglingadeild Vegagerðarinnar og Landhelgisgæsluna. Kostnaður við verkið er áætlaður um tveir milljarðar króna.