Nýjast á Local Suðurnes

Vilja halda spark- og körfuboltavöllum í topplagi – Ábendingar vel þegnar

Mynd; Heiðarskóli

Íþrótta- og tómstundafulltrúi skýrði frá því á fundi Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar á dögunum, að nýverið hefði verið farin eftirlitsferð að öllum grunnskólunum í Reykjanesbæ og ástand spark- og körfuboltavalla kannað.

Í máli fulltrúans kom fram að ástand vallanna sé ágætt en að úrbóta sé þörf við nokkra skóla í sveitarfélaginu, meðal annars á Holtaskóla- og Háaleitisskólavöllunum.

Þá kom fram að ábendingar séu vel þegnar og að hægt sé að koma þeim áfram í gegnum ungmennaráð sveitarfélagsins með því að senda tölvupóst á netfangið ungmennarad@reykjanesbaer.is.